Viðburðir

Markaðssetning þjónustu sjúkraþjálfara

Hagnýtt námskeið fyrir sjúkraþjálfara um markaðssetningu þjónustu

  • 24.10.2015, 13:00 - 17:00, Borgartún 6

Ertu stofueigandi ? Þá er þetta námskeið við þig! Hvernig kynnir þú starfsemi stofunnar? Hvernig má auglýsa og kynna starfsemi sjúkraþjálfunar? Hver er markhópurinn? Hvernig nærðu til hans?

Ertu starfandi á stofnun/spítala? Þá er þetta námskeið fyrir þig! Hvernig skapar þú nýbreytni í starfsemi staðarins? Hvernig getur þú kynnt nýbreytni og fylgt henni úr hlaði?

Viltu útvíkka starfssvið þitt? Halda námskeið? Vera með hópþjálfun? Halda fyrirlestra? Þá er þetta námskeið fyrir þig! Hvernig kemur þú þér á framfæri? Hver er markhópurinn? Hvernig nærðu til hans? Hvaða leiðir eru bestar, fljótlegastar, þægilegastar, ódýrastar? Hvernig má auglýsa og kynna sig?

Þessum spurningum og fleirum mun Karl Guðmundsson, sjúkraþjálfari og markaðsfræðingur svara á námskeiði FS um markaðsmál, laugardaginn 24. október kl 13-17 í húsnæði félagsins í BHM, Borgartúni 6, Reykjavík. Skráning á physio@physio.is

Auglysing-Markadsdagur

 ---   ---  ---   ---   ---

Í janúar sl var haldið umræðusíðdegi um allt það sem viðkom því að koma okkur upp úr hjólförunum og horfa í nýjar áttir varðandi fagið okkar og hvernig við nýtum menntun okkar og þekkingu. Margt áhugavert var þar í boði og nú þegar hafa litið dagsins ljós nýjungar meðal kolleganna sem má rekja til þessa dags. Góður rómur var gerður að erindi Karls Guðmundssonar, sjúkraþjálfara og markaðsmanns og var meginstefið eftir á: „Mættum við fá meira að heyra“.

Nú er það í boði. Félagið hefur samið við Karl um að halda námskeið þar sem hann fer í þá hluti sem hann rétt hafði tækifæri til að minnast á í örstuttum fyrirlestri fyrrnefndan dag.

Áhersla verður lögð á virka þátttöku, nærtæk dæmi og í lok námskeiðs ættu allir að hafa skýrt aðgerðaplan fyrir sína stofu/þjónustu.

Námskeiðið hentar þeim sem eru í sjálfstæðum rekstri, halda námskeið eða bjóða upp á sértæka þjónustu. Námskeiðið er 4 klukkustundir.

 

Staður: Húsnæði BHM, Borgartúni 6, 3. hæð

Stund: Laugardagur 24. október kl 13 – 17

Kostnaður: Í boði félagsins

Skráning: Sendið upplýsingar um nafn og starfsstað á physio@physio.is

 

 

Efni námskeiðsins verður m.a:

Lög og reglur - Hvað má og hvað má ekki?

Hver er markhópurinn? - Hverja viltu tala við?

Kaupferlið - Hvaða upplýsingum er viðskiptavinurinn að leita að?

Miðlar - Hvaða miðla gætir þú notað?

Allt snýst um innihaldið - Hvaða þekkingu hefur þú sem skiptir máli fyrir áheyrendur ?

Að breyta áhugasömum í viðskiptavin - Hvernig verður áhugasamur að viðskiptavini?

Að rækta viðskiptavininn og halda honum - Hvernig heldur þú í viðskiptavininn? Getur þú selt honum aðra þjónustu?


Skráning nauðsynleg – takmarkaður fjöldi mögulegur.