Viðburðir

Vísindaferð Styrkur sjúkraþjálfun

Endum vetrarstarfið á léttum nótum

  • 20.5.2016, 17:00 - 19:00, Höfðabakki 9, Reykjavík

Sjúkraþjálfarar á Styrk bjóða kollegum sínum í vísindaferð föstudaginn 20. maí kl 17 - 19.  Sjúkraþjálfunin Styrkur  er rekin af nokkrum vöskum sjúkraþjálfurum og er til húsa að Höfðabakka 9, Reykjavík.

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu sjúkraþjálfunarinnar:

Sjúkraþjálfun Styrkur ehf.

Fyrirtækið Sjúkraþjálfun Styrkur ehf. var stofnað á haustmánuðum 1998, en stofan opnaði formlega 1. mars 1999. Í upphafi voru eigendur sex, en eru sjö í dag. Í Sjúkraþjálfun Styrk eru nú starfandi  ellefu sjúkraþjálfarar og þrír móttökuritarar.

Núverandi eigendur eru Auður ÓlafsdóttirÁsta Valgerður GuðmundsdóttirErna KristjánsdóttirGuðrún KáradóttirHólmfríður SigurðardóttirSigrún Baldursdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Auður Ólafsdóttir.

Sjúkraþjálfun Styrkur hóf starfsemi sína í Stangarhyl 7, 110 Reykjavík. Fyrirtækið var upphaflega í 300 fermetra húsnæði en aðstaðan var fljótlega stækkuð í tæplega 400 fermetra. Starfsemin var staðsett í sama húsnæði í ellefu ár en þann 1.mars árið 2010 flutti fyrirtækið aðstöðu sína að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Við flutninginn þrefaldaði fyrirtækið stærð húsnæðisins en í dag er  stærð þess um 1300 fermetrar.

--------------------------------------------- 

Tekið verður á móti gestum á 2. hæð þar sem Auður Ólafsdóttir framkvæmdastjóri mun kynna starfsemina. Síðan munu gestir fá leiðsögn um staðinn og nánari upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði.

Boðið verður upp á léttar veitingar og vonast er til þess að sem flestir sjúkraþjálfarar líti við og eigi skemmtilega stund saman í vetrarlok.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á physio@physio.is