Gigtarfélag Íslands auglýsir eftir sjúkraþjálfurum

10.04.2024

 Gigtarfélag Íslands óskar eftir tveimur til þremur sjúkraþjálfurum í 100% starf. Möguleiki er á að skipta störfunum upp í 50 % störf.

Gigtarfélag Íslands hefur undanfarið gengið í gegnum miklar breytingar. Fyrrum framkvæmdastjóri félagsins hefur látið af störfum og félagið hefur flutt í nýuppgert og hentugt húsnæði í Brekkuhúsum 1í Reykjavík. Mikil tækifæri eru til að móta starfsemi sjúkraþjálfunardeildar félagsins á nýjum stað. Félagið er að ganga í gegn um mikla breytingatíma og færa sig til nútímalegri meðferðarstarfsemi og því er um spennandi starf að ræða.

Flestir skjólstæðingar sjúkraþjálfunarinnar er fólk öllum aldri með gigtarsjúkdóma á og er þetta því spennandi tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á slíkum sjúkdómum. Flestir eru í langtímameðferð og því gefst tækifæri til að vinna með hvern einstakling til lengri tíma. Félagið hefur yfir að ráða litlum sal þar sem hægt er að sinna hópþjálfun.

Hæfnikröfur:

» Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfara
» Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
» Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskukunnátta

Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist formanni Gigtarfélags Íslands á netfangið dora@gigt.is

Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál