Afnám grímuskyldu og áhrif á starfsemi sjúkraþjálfara

Vakin er athygli á nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra

20.10.2021

Vakin er athygli á nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra

 Til félagsmanna

Vakin er athygli á nýjustu reglugerð heilbrigðisráðaherra varðandi sóttvarnir, sjá: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/COVID%20-%20Regluger%c3%b0%20um%20afl%c3%a9ttingar%20fr%c3%a1%2020.%20okt%c3%b3ber%202021.pdf

Í reglugerðinni segir: „Mælst er til þess að notkuð sé andlitsgríma þar sem 1 metra fjarlægð er ekki viðkomið, ef það er unnt. Heilbrigðisstofnunum er heimilt skv 6. gr. að gera kröfu um andlitsgrímu“.

Samkvæmt upplýsingum sem félaginu hafa borist þá lítur Heilbrigðisráðuneytið svo á að ekki sé kveðið á um grímuskyldu heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga þeirra.

Sérhver staður/sjúkraþjálfunarstofa getur skv. þessu lagt mat á og ákveðið sjálf hvaða reglur skuli gilda í samræmi við eðli starfseminnar, en Félag sjúkraþjálfara telur skynsamlegt að sjúkraþjálfarar viðhaldi grímunotkun í slíkum aðstæðum þegar ekki er unnt að viðhalda 1. m fjarlægð.

Fh. Félags sjúkraþjálfara

Unnur Pétursdóttir

Formaður


Uppfært 21.10.21