Árleg ENPHE ráðstefna var haldin rafrænt 14. - 16. október síðastliðinn

Tvenn BS- verkefni nema við Háskóla Íslands hlutu verðlaun

19.10.2021

Tvenn BS- verkefni nema við Háskóla Íslands hlutu verðlaun

Fréttir af árlegri ENPHE ráðstefnu sem var rafræn og send út frá Stokkhólmi, 14.-16. október: https://www.enphe2021.se/. Fyrir þá sem ekki þekkja til ENPHE þá er þetta skammstöfun fyrir European Network of Physiotherapy in Higher Education (https://www.enphe.org/).

Föstudaginn 15. október voru afhent verðlaun fyrir lokaverkefni nemenda í BS og MS námi. Vegna covid-19 þurfti að fresta verðlaunaafhendingunni í fyrra (2020) þar til núna.

Tvö verkefni frá Háskóla Íslands hrepptu annað sætið, hvort í sínum flokki:

  • BS-verkefni 2021: „Comparison of telerehabilitation and traditional rehabilitation after total knee arthroplasty: Mini-systematic review“ (eða "Samanburður fjarendurhæfingar og staðendurhæfingar eftir heilgerviliðsaðgerð í hné: Mini systematic review"). Höfundar: Bjarni Geir Gunnarsson, Guðrún Marín Viðarsdóttir og Ísak Sigfússon. Leiðbeinandi: Dr. Abigail Grover Snook, aðjúnkt HÍ.
  • MS-verkefni 2020: „Musculoskeletal pain and its effect on daily activity and behavior in icelandic children with juvenile idiopathic arthritis“ (eða „Stoðkerfisverkir og áhrif þeirra á daglegar athafnir og hegðun íslenskra barna með barnagigt“). Höfundur: Svanhildur Arna Óskarsdóttir, sjúkraþjálfari MS, Leiðbeinandi: Björg Guðjónsdóttir, lektor HÍ.

Laugardaginn 16. október var Björg Guðjónsdóttir endurkjörin í stjórn ENPHE til næstu 4. ára.

ENPHE ráðstefna næsta árs mun verða haldin í Portúgal 15.-17. september.

Sólveig Ása, landsfulltrúi Íslands/HÍ í ENPHE