Fundur með Heilbrigðisráðherra

25.1.2023

Fulltrúar Félags sjúkraþjálfara áttu fund með heilbrigðisráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins í morgun 25. janúar 2023. 

Til umræðu á fundinum var m.a. ný útgefin yfirlýsing félagsins um stöðu sjúkraþjálfunar á landsspítala, samningsmál sjálfstætt starfandi og starfsleyfisveitingar erlendra sérfræðinga í sjúkraþjálfun. Fundurinn var góður og allir fundarmenn sammála um að samtalið væri mikilvægt. 

20230125_112345

Á myndinni eru f.v. Fríða Brá Pálsdóttir verkefnastjóri fagmála FS, Gunnlaugur Már Briem formaður FS, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðný Björg Björnsdóttir varaformaður FS.