Hreyfivika – Move Week 2017

Hreyfivika er hluti af stórri Evrópskri herferð sem nefnist MOVE WEEK og er hluti af NowWeMOVE herferð ISCA. Í ár fer Hreyfivikan fram 29. maí- 4.júní

17.5.2017

Hreyfivika er hluti af stórri Evrópskri herferð sem nefnist MOVE WEEK og er hluti af NowWeMOVE herferð ISCA. Í ár fer Hreyfivikan fram 29. maí- 4.júní

Hreyfivika „Move week“ verður haldin dagana 29. maí - 4. júní um gjörvalla Evrópu. Markmið Hreyfiviku er kynna kosti þess að lifa heilbrigðum lífsstíl og taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Boðberar hreyfingar um allt land vinna nú að því að skipuleggja viðburði, kynna það starf sem er í boði og jafnvel nýjar íþróttir og tækifæri sem standa til boða. Allt til þess að allir geti fundið sína uppáhalds hreyfingu.

http://iceland.moveweek.eu/

#minhreyfing

HVAÐ ER HREYFIVIKA UMFÍ?

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. #minhreyfing. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur

HVAÐ ER AÐ VERA BOÐBERI HREYFINGAR?

Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það íþróttaféla, það sveitarfélag eða fyrirtæki sem skráir sig á hreyfivika.is og stendur fyrir viðburði. Viðburðir geta verið allskonar, vinaæfingar, frítt í sund, útileikir, gönguferðir, lengt hádegishlé með leikjum, fræðsla eða allt sem hefur jákvæð áhrifáhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar. Allir geta skráð sig sem boðbera hreyfingar.

ÞÁTTTAKENDUR

Með yfir milljón þátttakendur árið 2016 varð Hreyfivikan MOVE WEEK stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu sem hefur það að markmiði að því að fjölga íbúum álfunnar sem hreyfa sig reglulega.

 

Félag sjúkraþjálfara hvetur félagsmenn sína til að taka virkan þátt í Hreyfivikunni, skrá sig sem boðbera hreyfingar og leggja sitt af mörkum til að efla hreyfingu landsmanna.

Einnig eru sjúkraþjálfarar hvattir til að bjóða upp á kynningartíma, fyrirlestra, námskeið eða hvað annað sem þekking og reynsla sjúkraþjálfara býður upp á

Hreyfing er okkar mál – látum ekki okkar eftir liggja !!!

 

Skráning sem boðberi Hreyfiviku: http://iceland.moveweek.eu/move-agent/

Skrá viðburð:   http://iceland.moveweek.eu/events/

Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna er hægt að finna á heimasíðu verkefnisins: http://iceland.moveweek.eu/