Kalla Malmquist og Ásgeir B Ellertson heiðruð

4.5.2023

Frumkvöðlar í fararbroddi í stofnun Grensásdeildar


Kalla-Eirika-og-Gudrun-P-
Af tilefni 50 ára afmæli Grensásdeildar heiðruðu Hollvinir deildarinnar Köllu Malmquist þáverandi yfirsjúkraþjálfara Borgarspítalans og minningu Ásgeirs B Ellertssonar fyrsta yfirlæknis Grensádeildar, frumkvöðlana sem voru í fararbroddi bæði í tengslum við stofnun deildarinnar og starfsemi hennar sem sem nú þróast áfram. 

Guðrún Péturssdótir formaður Hollvinanna færði Köllu og Eiríku Urbancic ekkju Ásgeirs blóm og nefndi í ávarpi sínu að Kalla hafi átt mjög ríkan þátt í uppbyggingu og þróun sjúkraþjálfunar og endurhæfingar. Kalla er einn af heiðursfélögum félags sjúkraþjálfara og við erum núna eins og endranær stolt af henni og hennar mikilvæga framlagi til fagsins.