Námskeið í sogæðanuddi og bjúgmeðferð

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    1. mars 2018 - 4. mars 2018
  • Staðsetning: Húsnæði Ísí, Engjavegi 6
  • Bókunartímabil:
    9. nóvember 2017 - 21. febrúar 2018
  • Almennt verð:
    138.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    106.000 kr.

Stór hópur í samfélaginu glímir við bjúg af mismunandi toga sem oft er ógreindur og/eða ómeðhöndlaður. Allur bjúgur af hvaða orsökum hann er, kemur niður á sogæðakerfinu og reynir á virkni þess.

Á þessu fjögurra daga námskeiði verður farið yfir aðferðir til að greina mismunandi bjúg og velja viðeigandi meðferð og úrræði. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og verklegri kennslu. Ítarlega verður farið í líffærafræði sogæðakerfisins og hvað hefur áhrif á virkni þess. Áhersla verður á kenna sogæðanudds handtök og þau æfð ásamt því að farið verður í notkun vafninga og hvers konar þjálfun hæfir best. Hægt er að nálgast bjúgvandamál út frá mörgum vinklum sem allir stuðla að því að minnka einkenni og bæta líðan.

Í lok námskeiðsins ættu sjúkraþjálfarar að vera betur í stakk búnir til að greina og meðhöndla bjúg og setja upp meðferðaráætlun hvort sem viðfangsefnið er sogæðabjúgur eftir krabbameinsmeðferð, bláæðabjúgur eða bjúgmyndun eftir aðgerð.

Kennarar á námskeiðinu eru Marjolein Roodbergen og Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir

Lokað fyrir skráningu