Viðburðir

Heilsuefling aldraðra - málstofa Félags sjúkraþjálfara

Fundur fólksins - Akureyri

  • 8.9.2017, 15:00 - 16:00, Hof

Við lifum lengur en lifum við betur? Sífellt stærri hópar landsmanna verða gamlir og árgangarnir fara ört stækkandi. Hvernig ætlar heilbrigðiskerfið að bregðast við?

Sjúkraþjálfarar hafa þá sýn að bæti þurfi lífi við árin. Hreyfing og heilsuefling verði lykilatriði í þeirri þróun að aldraðir séu sjálfbjarga og virkir þátttakendur í eigin lífi. Til þess að svo megi verða þurfa margir aðilar að leggjast á eitt, þar á meðal yfirvöld, heilbrigðisstarfsmenn s.s. sjúkraþjálfarar og eldri borgaranir sjálfir.

Til að ræða málefnið býður Félag sjúkraþjálfara til málstofu á Fundi fólksins í Hofi, Akureyri, föstudaginn 8. september kl. 15 – 16. Umræðum stýrir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara

 

Gestir í panel verða :

Arna Rún Óskarsdóttir, öldrunarlæknir
Nanna Guðný Sigurðardóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu
Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur frá félagi eldri borgara Akureyri
Fulltrúi heilbrigðisráðuneytis er óstaðfestur

 

Við bjóðum alla velkomna sem vilja láta sig málið varða og vonumst eftir öflugum umræðum með þátttöku viðstaddra.