Viðburðir

WCPT2019 – kynningarfundur

Heimsþing sjúkraþjálfara í maí 2019 – ertu að spá í að fara?

  • 25.9.2018, 19:30 - 21:00, Borgartún 6

Haldinn verður kynningarfundur fyrir þá sem eru að spá í för á heimsþing sjúkraþjálfara, WCPT2019 í maí nk til Genf í Sviss þann 25. september nk. Athugið að mætingu á kynninguna fylgir engin kvöð um að fara.

Staður: Borgartún 6, 105 Rvík - húsnæði okkar hjá BHM
Stund: Þriðjudagur 25. Sept kl 19.30

20170704_182346Fyrrum heimsþingsfarar munum segja frá upplifun sinni, bæði sjúkraþjálfarar sem haldið hafa erindi á heimsþingi en einnig tveir sem fóru nýútskrifaðir. Heimsþing er nefnilega fyrir alla, nýgræðinga jafnt sem reynslubolta.

Einnig munum við spjalla óformlega um heimsþingið og fara yfir praktíska hluti, s.s. skráningu, kynnisferðir, “socialinn”, hótel og flug.

Athugið að heimsþing sjúkraþjálfara er styrkhæft hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna.

Komi fram óskir um tengingu út um land, munum við verða við því.

Fh fyrrum heimsþingsfara,
Unnur P
Form. FS