Aðalfundur FS 2019

Haldinn fimmtudaginn 28. feb kl 17.30

27.2.2019

Haldinn fimmtudaginn 28. feb kl 17.30

Aðalfundarboð 2019

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2019 í húsnæði BHM að Borgartúni 6, Reykjavík, kl 17.30.

Aðalfundurinn verður sendur út í streymi:
https://livestream.com/accounts/21705093/events/8579768

Ath. að fundurinn verður haldinn í nýjum sal BHM á 4. hæð.

Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
1. Skýrsla stjórnar og nefnda um störf félagsins á liðnu ári
2. Reikningsskil
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
4. Tillögur félagsstjórnar
5. Kosning stjórnar
6. Kosning tveggja skoðunarmanna
7. Kosning í kjaranefnd félagsins
8. Kosning í nefndir
9. Lagabreytingar
10. Önnur mál

Skýrslur stjórnar og nefnda eru á innri vef heimasíðunnar, www.physio.is ásamt öðrum aðalfundargögnum. Athugið að félagsmenn þurfa að nýskrá sig á síðuna í fyrsta skipti sem þeir innskrá sig á innri vef síðunnar. Notið til þess kennitölu án bandstriks og það netfang sem þið notið í samskiptum við félagið.

Að lokum aðalfundi verður boðið upp á léttan kvöldverð og í framhaldi verður ör-málþing um stöðu og framtíð heilbrigðismála og endurhæfingar með góðum gesti, Ólafi Þór Gunnarssyni, alþingismanni VG og varaformanni velferðarnefndar Alþingis.

Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundinum.


Reykjavík, 14. febrúar 2018

F.h stjórnar Félags sjúkraþjálfara

Unnur Pétursdóttir, formaður.