Dagur sjúkraþjálfunar … sem átti að vera í dag, 20. mars 2020

20.3.2020

“Það er alltaf jafngaman að koma á þennan dag. Ég hef aldrei misst af honum frá upphafi og hlakka alltaf jafn vandræðalega mikið til. Í mínum huga er dagurinn hátíð, uppskeruhátíð, ættarmót, reunion og bara einskær gleði”.

Á þennan hátt hátt var ætlunin að heilsa ykkur í dag, á Degi sjúkraþjálfunar 2020. Dagurinn varð veiru að bráð. Í stað þess að koma saman, fræðast og fagna erum við út um allt land að róa lífróður við að halda starfsstöðum okkar gangandi, tileinka okkur ný vinnubrögð og leita nýrra leiða til að halda uppi þjónustu við skjólstæðinga okkar. Og erum að gera það vel. Ég hugsa til ykkar með stolti og sendi hlýjar kveðjur til ykkar allra. Verið er að leita leiða við að halda einhvers konar útgáfu að Degi sjúkraþjálfar næsta haust og fagna 80 ára afmæli félagsins. Sjáumst þá og gerum okkur glaðan dag!

Kv. Unnur Pétursdóttir
Formaður Félags sjúkraþjálfara