Formaður FS býður sig fram til endurkjörs til tveggja ára

Tilkynning skv starfsreglum kjörstjórnar

21.11.2019

Tilkynning skv starfsreglum kjörstjórnar

Tilkynning frá stjórn Félags sjúkraþjálfara

Unnur Pétursdóttir, formaður FS, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hún mun bjóða sig fram til endurkjörs á aðalfundi FS, sem mun fara fram í mars 2020.

Sjá starfsreglur kjörstjórnar:

Starfsreglur kjörstjórnar vegna formannskjörs
Lagðar fram til kynningar á aðalfundi FS, dags. 14. mars 2017

Þegar lok kjörtímabils formanns nálgast, 4 mánuðum fyrir aðalfund, skal formaður tilkynna stjórn FS hvort hann hyggist bjóða sig fram til endurkjörs.

Minnst 3 mánuðum fyrir aðalfund skal kallað eftir framboðum til formannsembættis. Framboðsfrestur rennur út 6 vikum fyrir áætlaðan aðalfund og skal skilað til ritara félagsins. Komi í ljós að tveir eða fleiri bjóða sig fram skal stjórn skipa kjörstjórn sem stýrir kosningunum, í samræmi við 9. gr laga FS.

Þegar framboðsfresti lýkur skulu frambjóðendum gefnar 2 vikur til að kynna sig að vild. Skrifstofa félagsins aðstoðar við kynningu á frambjóðendum á miðlum félagsins og skal gæta jafnræðis.

Að þeim tíma liðnum fer fram rafræn kosning meðal allra félagsmanna (nema ungfélaga) séu fleiri en einn í kjöri. Séu fleiri en tveir í kjöri og ekki fæst hreinn meirihluti í fyrstu umferð skal kjósa aftur rafrænt milli þeirra tveggja er flest atkvæði hlutu.

Komi ekki mótframboð gegn sitjandi formanni telst hann sjálfkjörinn án kosningar.

Niðurstaða kosninga skal tilkynnt um leið og niðurstaða er ljós og á aðalfundi.

Samþykkt af stjórn FS og lagt fram til kynningar á aðalfundi félagsins, dags. 14. mars 2017.


Nóvember 2019
Stjórn FS