Kjaraviðræður við ríki eru farnar af stað eftir sumarhlé

Tveir samningafundir með ríki í þessari viku

15.8.2019

Tveir samningafundir með ríki í þessari viku


Eins og félagsmönnum er kunnug var ákveðið að setja allar samningviðræður á ís í júlí. Félag sjúkraþjálfara er í samfloti með BHM í viðræðunum og var fyrsti fundur viðræðunefnda BHM og ríkis haldinn þann 12. ágúst. Næsti fundur verður síðdegis í dag, 16. ágúst.

Fjölmargir þættir eru til umræðu, sem hafa gjarnan áhrif hver á annan, þannig að snúið er að setja allt í samhengi, og svo hangir þetta allt saman við launaliðinn. Það verður að segjast eins og er, að það virðist ætla að verða talsverð þrautaganga að vinna að styttingu vinnutíma og það er flóknara mál en virtist við fyrstu sýn.

Skv viðræðuáætlun er stefnt að því að ljúka samningum þann 15. september og við skulum vera hóflega bjartsýn á að það náist með góðri vinnu.


Fh kjaranefndar launþega
Unnur Pétursdóttir, form. FS