Kristín Halldóra Halldórsdóttir sjúkraþjálfari látin

Kristín Halldóra var fædd árið 1921 og var einn af brautryðjendum stéttarinnar hér á landi

1.3.2017

Kristín Halldóra var fædd árið 1921 og var einn af brautryðjendum stéttarinnar hér á landi

Látin er í Reykjavík Kristín Halldóra Halldórsdóttir sjúkraþjálfari, f. 26. mars 1921. Kristín Halldóra var einn af brautryðjendum stéttarinnar, kom heim frá námi rétt eftir stríð þegar hér þekktust einungis nuddkonur og hugtakið sjúkraþjálfun var ekki til. Hún var sannkallaður frumkvöðull, starfaði frá upphafi með forvera Félags sjúkraþjálfara  og vann ötullega að því að ávinna faginu þá stöðu sem því ber með  því að kalla það sjúkraþjálfun.

Kristin-Halldora-jpgKristín Halldóra hlaut íþróttakennaramenntun frá Íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni 1942 og lærði svo sjúkraþjálfun í School af Physical Therapy – Children‘s Hospital í Los Angeles, Bandaríkjunum.

Kristín Halldóra starfaði á nuddstofu Kristjáns Hannessonar læknis á Landspítalanum, á Kleppspítalanum og á nuddstofu Karls Jónssonar, læknis 1946-1952. Síðar hjá Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra (1969 – 1981), á Öldrunarlækningadeild Lsh (1984-1987) og á Hrafnistu í Reykjavík (1987 – 1990).

Eiginmaður Kristínar Halldóru var Þórarinn Björsson, starfsmaður og síðar forstjóri Timburverslunar Árna Jónssonar í Reykjavík og eignuðust þau 3 börn.