Staða kjarabaráttusjóðs FS

Sjúkraþjálfarar – vel gert !

2.7.2015

Sjúkraþjálfarar – vel gert !

Í upphafi árs var ljóst í hvað stefndi varðandi verfalls aðgerðir aðildarfélaga BHM og var stjórn FS strax á því að leita þyrfti til félagsmanna til aðstoðar, þar sem enginn kjarabaráttusjóður er til hjá félaginu. Á aðalfundi 5. mars var samþykkt að stjórn fengi heimild til að óska eftir framlagi, 3 x 5.000 kr frá félagsmönnum, valkvætt.

Góðu fréttirnar  eru þær að félagsmenn FS hafa tekið ótrúlega vel í að greiða til baráttusjóðs félagsins og hefur félagið getað staðið við alla skuldbindingar sínar í verkfallssjóð BHM.

Upphafleg áætlun hljóðaði upp á 8.136.620 kr., sem síðan lækkaði í 7.461.463 kr vegna styrkja sem BHM fékk frá öðrum samtökum stéttarfélaga. Frá félagsmönnum FS komu í gegnum þessi framlög rétt um 6.660.000 kr og því mun félagssjóður aðeins þurfa að reiða fram um 800.000 kr, sem er innan við 10% af heildarkostnaðinum.

Ég er gríðarlega stolt af félagsmönnum FS, ekki síst þeim félagsmönnum sem ekki eiga aðild að þessari deilu, því inn á reikning FS hafa borist framlög frá vel á fjórða hundrað félagsmanna til stuðnings kjarabaráttunnar ! Þetta sýnir áþreifanlega almennan stuðning allra félagsmanna til þess hóps sem á í baráttu. Það er meiri háttar að sjá samstöðuna í félaginu sem sýnir að við erum eitt sameinað félag, þar sem barátta eins hóps er barátta allra.


Kæru félagsmenn - VEL GERT !!!

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS