Vísindaferð á  Æfingastöðina

Föstudaginn 6. nóvember kl.  17

29.10.2015

Föstudaginn 6. nóvember kl.  17

Sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni bjóða kollegum sínum í vísindaferð föstudaginn 6. nóvember kl 17:00-19:00.  Æfingastöðin er rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og er til húsa að Háaleitisbraut 13, Reykjavík.


Tekið verður á móti gestum á 4. hæð þar sem Áslaug Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari mun í stuttu máli fara yfir sögu Æfingastöðvarinnar og kynna starfsemina. Síðan munu gestir fá leiðsögn um húsið og nánari upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði.


Boðið verður upp á léttar veitingar og vonumst við til þess að sem flestir sjúkraþjálfarar líti við og eigi skemmtilega stund með okkur.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á physio@physio.is

Hlökkum til að sjá þig

Sjúkraþjálfarar Æfingastöðvarinnar