Til sjúkraþjálfara sem starfa á höfuðborgarsvæðinu

Hefurðu gaman af því að miðla af reynslu þinni? Notarðu staðlaðar mælingar eða próf?  

Hefurðu gaman af því að miðla af reynslu þinni? Notarðu staðlaðar mælingar eða próf?  

Ágætu kollegar

Við erum að leita að sjúkraþjálfurum sem geta tekið á móti 2. árs nemum í sjúkraþjálfun dagpart í mars. Heimsóknin tengist nýju námskeiði um mælingar á færni og fötlun.

Sjúkraþjálfaranum ekki ætlað annað en það að taka vel á móti nemendum og leyfa þeim að fylgjast með hvernig mælingar tengjast „rútínum“ dagsins.  Þetta er svokölluð skuggaheimsókn þar sem nemandinn er „skuggi“ sjúkraþjálfarans en ekki er gert ráð fyrir formlegri kennslu eða námsmati. Markmiðið er að nemandinn fái innsýn inn í dagleg störf sjúkraþjálfara, með áherslu á afmarkað verkefni.  Í þetta skiptið áherslan á staðlaðar mælingar/próf – í fjölbreyttri mynd. 

Nemendur geta mætt í heimsókn fimmtudaginn 17. mars og á bilinu 8-17. Heimsóknin á ekki að taka meira en hálfan dag, en má vera styttri.

Áhugasamir sendi tölvupóst á guðlaugk@hi.is fyrir 10. febrúar með upplýsingum um: hvernig staðlaðar mælingar/próf þið getið kynnt fyrir nemendum og á hvaða tíma dags þið getið tekið á móti þeim (17. mars).

 

Bestu kveðjur,
Sólveig Ása og Guðlaug
Námsbraut í sjúkraþjálfun