Nýr stofnanasamningur við SFV

Skrifað var undir nýjan stofnanasamning milli FS og SFV þann 19. okt

19.10.2017

Skrifað var undir nýjan stofnanasamning milli FS og SFV þann 19. okt

Skrifað var undir nýjan stofnanasamning milli FS og SFV þann 19. okt sl.  Verkefnið hefur verið lengi í vinnslu enda snúið, þar sem tekin var sú ákvörðun síðasta vetur að gera einn sameiginlegan stofnanasamning fyrir allar stofnanir sem tilheyra SFV, þ.e. Hrafnistuheimilin, Sóltún, Sunnuhlíð, Grund Mörk, Ás, Eir, Hamra, Skjól, Fellsenda og Lund.

20171019_125328Á vordögum fundaði stór hópur sjúkraþjálfara, skipuðum fulltrúum frá hverri stofnun, þar sem farið var í saumana á fyrra samningum og lagðar línur fyrir viðræðurnar. Í framhaldi var skipuð samningnefnd hópsins, en hana skipuðu Jóhanna Konráðsdóttir (Eir), Margrét Siguraðrdóttir (Hrafnista), Helga Ágústsdóttir (Mörk) og Grétar Halldórsson (Ás) auk undirritaðrar.

Haldnir voru 4 samningfundir sl vor og aðrir fjórir nú í haust sem enduðu með undirritun sl. fimmtudag, eins og fyrr segir. Samningaferlið var snúið enda flókið að fanga hefðir og venjur margra stofnana saman í einn samning, en við göngum afar sátt frá borði og teljum að hér hafi náðst góður áfangi í því að tryggja launasetningu okkar félagsmanna, eðlilegan framgang og hvata til sí- og endurmenntunar. Samningurinn verður sendur félagsmönnum FS hjá stofnunum SFV innan fárra daga.

20171019_125859Mynd af samninganefndum beggja aðila, FS og SFV, frá vinstri: Jóhanna sjþj Eir, Bjarni fjármálastjóri Eir, Lucia mannauðsstjóri Hrafnistu, Eybjörg framkvæmdastjóri SFV, Margrét sjþj Hrafnistu Rvík, Unnur formaður FS, Helga sjþj Mörk (fv), Ágúst starfsmaður SÁÁ. Á myndina vantar þau Kristínu hjúkrunarforstjóra Sunnuhlíð, Karl Óttar fjármálastjóra Grundar og Grétar, sjþj Ási.

Ég hvet ykkur til að gefa nefndarmönnum klapp á bakið, hvar sem þið sjáið þau, þau hafa unnið framúrskarandi góða vinnu í þágu félagsmanna.


Unnur Pétursdóttir
Formaður FS