SÍ hefur tilkynnt breytingar á fyrirkomulagi vegna sjúkraþjálfunar

Ríkiskaupum hefur verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun

28.8.2019

Ríkiskaupum hefur verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun

Í vikunni birtist auglýsing á vef Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að fela Ríkiskaupum að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu. Síðar í tilkynningunni kemur fram að að því loknu verði farið í sams konar útboð fyrir landsbyggðina, sjá: https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/utbod-a-sjukrathjalfun-a-hofudborgarsvaedinu . Útboð þetta er í samræmi við lög nr. 120/2016 og SÍ ber að fara að lögum með því að bjóða þetta út.

Samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara er að skoða málið en hefur engar aðrar upplýsingar enn sem komið er, en koma fram í auglýsingunni. Útboðsgögn eru ekki komin á vefinn og því ekki hægt að sjá ennþá í hverju þetta felst. SÍ mun skv. fréttinni halda kynningarfundi um málefnið sem við hvetjum alla til að mæta á.

Við biðjum félagsmenn að anda rólega, fylgjast vel með pósti sem berst frá félaginu og mæta á félagsfund, sem haldinn verður þriðjudaginn 17. september kl 17.30 í húsnæði okkar hjá BHM, Borgartúni 6, Reykjavík. Boðið verður upp á streymi.

Nú skiptir máli að allir standi saman – fylgist með framvindu mála.

Haraldur Sæmundsson, form. samninganefndar
Unnur Pétursdóttir, form. FS